Fyrsti fræðslufundur vetrarins

Fimmtudaginn 29. september 15.30-16.30 verður kynning á Icelandair Hótel Reykjavík Marina Mýrargötu 14-16, 101 Reykjavík. HAPPY HOUR eftir kynningu.

Þetta er kynning fyrir náms- og starfsráðgjafa á öllum starfssviðum; skólum jafnt sem atvinnulífi. Á kynningunni fræðumst við til dæmis um atvinnumöguleika í ferðaþjónustugeiranum, hvaða menntun nýtist á þessu sviði og menntun hótel starfsfólksins, samvinnu við menntastofnanir vegna nema og margt fleira!

Skráning fer fram á Facebooksíðu Félags náms- og starfsráðgjafa.

Bestu kveðjur frá fræðslunefnd FNS. 

Fimmtudagur, 22. september 2016 - 9:45