Fundur stjórnar Félags náms- og starfsráðgjafa með nefndum og ráðum - Hinu húsinu

Það er Félagi náms- og starfsráðgjafa mikilvægt að eiga sterkt og gott bakland, fá að heyra raddir félagsmanna í gegnum kjörna fulltrúa í nefndum og ráðum.  Slíkt bakland gerir félaginu kleift að uppfylla hlutverk þess gagnvart félagsmönnum ásamt því að vinna að framgangi náms- og starfsráðgjafar.   Það er mikilvægt að sjónarmið félagsmanna, í gegnum kjörna fulltrúa  nefnda  og ráða, komi fram til að hægt sé að móta sameiginlega framtíðarsýn og aðgerðaráætlun.  Stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa mun kynna  málefnaskrá til að nýta við stefnumótun félagsins næstu ár og þar vegur þungt sýn nefnda og ráða félagsins.

 

 

Dagsetning viðburðar: 

Miðvikudagur, 22. september 2021 - 12:00