Fréttir

Fimmtudaginn 29. september 15.30-16.30 verður kynning á Icelandair Hótel Reykjavík Marina Mýrargötu 14-16, 101 Reykjavík. HAPPY HOUR eftir kynningu.

Þetta er kynning fyrir náms- og starfsráðgjafa á öllum starfssviðum; skólum jafnt sem atvinnulífi. Á kynningunni fræðumst við til dæmis um atvinnumöguleika í ferðaþjónustugeiranum, hvaða menntun nýtist á þessu sviði og menntun hótel starfsfólksins, samvinnu við menntastofnanir vegna nema og margt fleira!

Hér má sjá dagskrá fræðslunefndar haustið 2016. 

29. september, fimmtudagur: Heimsókn/kynning á Icelandair Hótel Reykjavík Marina. Endað á HAPPY HOUR.

4. nóvember, föstudagur: Dagur náms- og starfsráðgjafa. Dagskrá auglýst síðar.

Í nýjasta tölublaði Tímarits um uppeldi og menntun er að finna áhugaverða grein eftir Guðbjörgu Vilhjálmsdóttur sem ber heitið

Þá eru sumarfrí senn á enda og viljum við í stjórn FNS bjóða ykkur velkomin til starfa og óska ykkur góðs gengis í þeim verkefnum sem fram undan eru. Stjórnin kom saman til fyrsta stjórnarfundur haustsins þann 25. ágúst sl. og í meðfylgjandi Fréttamola má lesa um það helsta sem er á döfinni hjá félaginu.

Stjórn FNS hefur skipulagt hópferð á alþjóðlega ráðstefnu IAEVG í Madrid í nóvember 2016.

Hér er að finna Fréttamola stjórnar FNS frá maífundi stjórnarinnar. Þar má meðal annars lesa um ályktun aðalfundar FNS, fyrirhugaða hópferð félagsmanna til Madrid og fréttir frá fræðslunefnd.

18.maí síðastliðinn var náms- og starfsráðgjöfum boðið til Samtaka atvinnulífsins. Þar fóru fram  umræður um mennta- og atvinnumál í víðu samhengi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Guðrún Eyjólfsdóttir tóku á móti gestum. Mæting var mjög góð og margt áhugavert sem kom fram. 

Á aðalfundi Félags náms- og starfsráðgjafa sem haldinn var 29. apríl sl. var samþykkt ályktun vegna vinnu við stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf. Ályktunina og greinargerð sem henni fylgdi má finna hér

Á heimasíðu félagsins má nú finna lista yfir þá náms- og starfsráðgjafa sem hafa leyfisbréf frá Menntamálaráðherra frá gildistöku laga um lögverndun starfsheitisins 2009 til loka árs 2015.

Aðalfundur FNS var haldinn 29. apríl sl. í húsnæði Mímis á Öldugötu. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var kynning á stöðu stéttarfélagsmála sem Helga Tryggvadóttir sá um auk þess sem fundurinn samþykkti ályktun er varðar stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf sem send verður á ráðuneyti og fjölmiðla á næstu dögum. Að fundi loknum var blásið til vorfagnaðar. 

Pages