Fréttir

Dagana 11.-13. september sl. var haldin alþjóðleg ráðstefna IAEVG í Bratislava, Slóvakíu þar sem þemað var Career Guidance for Inclusive Society. Þeim rúmlega 500 þátttakendum frá 46 löndum sem tóku þátt í ráðstefnunni var boðið uppá 9 aðalfyrirlesara og tæplega 70 málstofur, vinnustofur og fyrirlestra sem velja þurfti á milli.

Fyrsti viðburður fræðslunefndar FNS þetta misserið er heimsókn í Bergið Headspace fimmtudaginn 26. september kl. 15  
Endilega skráið ykkur HÉR 

Nú er starfið í FNS komið vel af stað eftir sumarfrí. 
Stjórnin er búin að funda með öllum nefndum og ráðum og leggja línurnar fyrir veturinn

Fréttabréf haustins er að finna HÉR
 

Kæru félagar
Við viljum benda á að ársskýrsla FNS og fundargerð aðalfundar eru aðgengilegar hér á heimasíðunni. 
Engar breytingar urðu á stjórn félagsins á þessum aðalfundi en nokkrar breytingar á nefndum og ráðum. 

Við í stjórn FNS óskum ykkur gleðilegs sumars og hlökkum til að starfa með ykkur á komandi misserum. 

 

Aðalfundur Félags náms- og starfsráðgjafa verður haldinn föstudaginn 3. maí nk. kl. 14:30 í húsi Mímis að Öldugötu 23. 

Skráning á aðalfund er HÉR og nánari dagskrá má finna HÉR

Hvetjum félagsmenn til að fjölmenna og gera sér glaðan dag með okkur

kveðja góð
Stjórnin 

Næsti viðburður fræðslunefndar þennan veturinn verður heimsókn í Keili. Sjá meðfylgjandi auglýsingu hér.  og í Facebookhóp náms- og starfsráðgjafa
Skráning fer fram hér: https://doodle.com/poll/93gvx7prnksmarqa

Félag náms- og starfsráðgjafa verður í Laugardalshöll á Mín framtíð fimmtudag, föstudag og laugardag. 
Á fimmtudag og föstudag koma grunnskólanemendur með sínum skólum og kynna sér nám í framhaldsskólum ásamt því að fylgjast með Íslandsmóti iðn- og verkgreina, sjá nánar HÉR

Hlökkum til að sjá ykkur 

 

Upplýsingar um opnu hús framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu nú á vormánuðum má finna HÉR í einu skjali. 
Ennfremur er búið að setja opnu húsin inn í viðburðadagatal hér á síðunni  
 

Gleðilegt ár
Minnum ykkur á að hér á síðunni er að finna ýmsilegt hagnýtt efni eins og t.d. kynningarefnið okkar, glærur með kynningum á framhaldsskólunum og margt fleira. 
Ef þið hafi einhvert efni eða fréttir sem ykkur finnst að ættu heima hér á heimasíðunni þá endilega sendið póst á vefstjori@fns.is 

Pages