Fræðslufundur í Latabæ

Fræðslufundir FNS verða á næstunni með nýju sniði og byggjast í meira mæli á  vinnustaðaheimsóknum. Við munum fræðast um starfsemi vinnustaðanna, störf sem þar eru unnin og hvaða námsleiðir eru gagnlegar fyrir þau störf.

Fyrsta heimsóknin verður 20. mars en þá er okkur boðið í Latabæ kl. 15, að Miðhrauni 4, Garðabæ.

Þá gefst tækifæri til að skoða fyrirtækið og heyra hvaða bakgrunn starfsfólk Latabæjar hefur. Mætum öll því það er enginn latur í Latabæ!

Miðvikudagur, 13. March 2013 - 13:30