Fræðsluerindi: Lífið er spuni, það er ekkert handrit!

Föstudaginn 16. apríl kl.14:00 - 15:00 verður boðið upp á erindi í gegnum Zoom eða facebook fyrir félagsmenn sem fræðslunefnd félagsins stendur fyrir. Erindið heitir... Lífið er spuni, það er ekkert handrit!
Dóra Jóhannsdóttir spunaleikkona fjallar um aðferðir og hugmyndir í spunavinnu og gríni sem sem allir geta nýtt sér í leik og starfi.
Dóra er leikkona, leikstjóri og handritshöfundur. Hún lærði spuna í UCB í New York og The Second City í Chicago. Hún stofnaði leikhópinn Improv Ísland og Improv skólann. Dóra var yfirhandritshöfundur Áramótaskaupsins 2017 og 2019. Yfir 1000 manns hafa lært spuna hjá henni og hún hefur kennt hugtök og æfingar í spuna hjá hinum ýmsu fyririrtækjum og stofnunum.

Þriðjudagur, 16. March 2021 - 15:45