Febrúar/Mars: Samráðsfundir náms- og starfsráðgjafa. Fjórir aðskildir fundir: grunnskóli, framhaldsskóli, háskóli og atvinnulíf. Hagsmuna- og fagleg málefni náms- og starfsráðgjafa verða til umræði. Fagráð sjá um skipulagningu og dagskrá fundanna og auglýsa fyrir hvern hóp.
12. mars, kl. 14:30. Menntamálaráðuneytið boðar náms- og starfsráðgjafa í grunn- og framhaldsskólum til fundar í Skriðu, samkomusal KHÍ. Umræðuefni er innritun í framhaldsskóla vorið 2010.
17. mars, kl. 14:00 til16:00. Starfsemi Vinnumálastofnunar. Fræðsla um þjónustu og verkefni á hennar vegum og tengingu við atvinnulífið og menntastofnanir. Fundarstaður: Vinnumálastofnun, Engjateig.
29. apríl, kl. 14:00 til 16:00. Aðalfundur FNS. Dagskrá auglýst síðar