Hér má líta drög að dagskrá vorannar frá fræðslunefnd FNS. Nánari tímasetningar verða auglýstar þegar nær dregur. 

Byrjun febrúar - Fræðslufundur/erindi
Byrjun mars - Fyrirtækjaheimsókn
16-18. mars - Stóra framhaldsskólakynningin
Apríl/maí - Vorfögnuður.

Síðastliðinn þriðjudag, 6. desember, áttum við notalega jólastund saman í húsi Mímis við Öldugötu. Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir heimsótti okkur og sagði frá og las upp úr bókinni Samskiptaboðorðin. Síðan var spjallað yfir jólaglöggi/heitu súkkulaði, konfekti og smákökum.

Við þökkum starfsfólki Mímis fyrir lánið á húsnæðinu og Aðalbjörgu fyrir áhugaverða frásögn.

Árlega er Dagur náms- og starfsráðgjafar haldinn hátíðlegur. Í ár var ákveðið að halda afmælishátíð þar sem þessum degi var komið á fót fyrir 10 árum, Félag náms- og starfsráðgjafa varð 35 ára og námsbrautin fagnaði 25 ára afmæli. Yfirskrift dagsins var Náms- og starfsráðgjöf í 35 ár og fólki var boðið um borð í tímavél þar sem ferðast var aftur til fortíðar, staldrað við í nútíðinni og skyggnst inn í framtíðina. Afmælishátíðin fór fram á Icelandair Hótel Reykavík Natura þann 4. nóvember 2016.

Kæru náms- og starfsráðgjafar, 

Innilega til hamingju með Dag náms- og starfsráðgjafar. 

Það eru 10 ár síðan stofnað var til Dagsins en tilgangur hans er meðal annars að vekja athygli fólks á þeirri þjónustu sem náms- og starfsráðgjafar veita. 

Höldum áfram að vera dugleg að láta í okkur heyra, birta greinar, taka þátt í umræðum, vera virk á samfélagsmiðlum og gera það sem þarf til að auka sýnileika okkar. 

Fimmtudaginn 29. september 15.30-16.30 verður kynning á Icelandair Hótel Reykjavík Marina Mýrargötu 14-16, 101 Reykjavík. HAPPY HOUR eftir kynningu.

Þetta er kynning fyrir náms- og starfsráðgjafa á öllum starfssviðum; skólum jafnt sem atvinnulífi. Á kynningunni fræðumst við til dæmis um atvinnumöguleika í ferðaþjónustugeiranum, hvaða menntun nýtist á þessu sviði og menntun hótel starfsfólksins, samvinnu við menntastofnanir vegna nema og margt fleira!

Hér má sjá dagskrá fræðslunefndar haustið 2016. 

29. september, fimmtudagur: Heimsókn/kynning á Icelandair Hótel Reykjavík Marina. Endað á HAPPY HOUR.

4. nóvember, föstudagur: Dagur náms- og starfsráðgjafa. Dagskrá auglýst síðar.

Í nýjasta tölublaði Tímarits um uppeldi og menntun er að finna áhugaverða grein eftir Guðbjörgu Vilhjálmsdóttur sem ber heitið

Pages