Aðafundur FNS var haldin 29. maí sl. Á fundinum var farið í hefðbundin aðalfundarstörf og þ.á.m kjörin ný stjórn FNS. 
Í stjórn FNS fyrir árin 2020-2021 eru Helga Tryggvadóttir formaður, Sigríður Sig (Systa) vefstjóri, Klara Guðbrandsdóttir félagatal og nýjar inn í stjórn eru Hildur Björk Möller, Greta Jessen, Hrönn Grímsdóttir og Helga Valtýsdóttir. 
Þær sem hætta í stjórn eru Helga Lind Hjartardóttir, Hildur Katrín Rafnsdóttir, Svanhildur Svavarsdóttir og Margrét Björk Arnardóttir og er þeim þakkað kærlega fyrir vel unnin störf. 

 

Aðalfundur Félags náms- og starfsráðgjafa verður haldin á ZOOM föstudaginn 29. maí nk. 
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, sjá nánar HÉR
Stjórn FNS

 

Helga Tryggvadóttir formaður FNS deildi skemmtilegri grein á Vísi sem lesa má hér að neðan: 

Ertu foreldri eða forráðamaður að færast í átt að bugun? Ertu allt í einu komin í fjarnám og átt pínu erfitt með að forgangsraða?

Stjórn FNS hefur fundað vegna þess ástands sem komið er upp í okkar samfélagi sem og um allan heim vegna Covid 19 veirunnar. 
Sem fagfólk á okkar sviði erum við í framvarðarsveit þegar kemur að því að styðja við nemendur á þessum óvissutímum. 
Við viljum benda á netfang okkar fns@fns.is ef þið hafið ábendingar um þjónustu sem gæti hentað skjólstæðingum okkar eða annað sem við getum aðstoðað með.
Hér eru nokkrar krækjur á síður sem gætu nýst til ráðgjafar með ráðþegum. 

Hætt hefur verið við málþing Dr. Rons Sultana vegna aðstæðna í heiminum. 

 

 

Fræðslunefnd FNS býður í heimsókn til Samtakanna ´78. Þar munum við m.a. að fræðast um að stöðu nafnabreytinga, hvaða orðræða/orðfæri er ,,í lagi'' að nota og hvernig við getum komið betur til móts við einstaklinga sem við erum að þjónusta (sem eru alls staðar á milli þess að skilgreina sem sem KK og/eða KVK, gagnkynhneigð og/eða samkynhneigð og fleira)

Skráning fer fram hér https://doodle.com/poll/2pq8hda4r8u6ip6c

Upplýsingar um opnu hús framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu nú á vormánuðum má finna HÉR í einu skjali. 
Ennfremur er búið að setja opnu húsin inn í viðburðadagatal hér á síðunni 

 

Jólafundur fræðslunefndar FNS verður haldinn í hádeginu 6. desember frá kl. 12-14 á neðri hæð Pure Deli í Hamraborg Kópavogi. 
Sjá nánari auglýsingu hér á mynd. 
Vinsamlegast skráið ykkur HÉR 

Dr. Ron Sultana prófessor á Möltu, mun verða aðal fyrirlesari og verkstofustjóri á málþingi Námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf, 26. mars n.k. Hann er skemmtilegur fyrirlesari og einn aðal sérfræðingur Evrópu um félagslegt réttlæti í náms- og starfsráðgjöf. Sjá nánar HÉR

 

Pages