Árlega er Dagur náms- og starfsráðgjafar haldinn hátíðlegur. Í ár var ákveðið að halda afmælishátíð þar sem þessum degi var komið á fót fyrir 10 árum, Félag náms- og starfsráðgjafa varð 35 ára og námsbrautin fagnaði 25 ára afmæli. Yfirskrift dagsins var Náms- og starfsráðgjöf í 35 ár og fólki var boðið um borð í tímavél þar sem ferðast var aftur til fortíðar, staldrað við í nútíðinni og skyggnst inn í framtíðina. Afmælishátíðin fór fram á Icelandair Hótel Reykavík Natura þann 4. nóvember 2016.

Kæru náms- og starfsráðgjafar, 

Innilega til hamingju með Dag náms- og starfsráðgjafar. 

Það eru 10 ár síðan stofnað var til Dagsins en tilgangur hans er meðal annars að vekja athygli fólks á þeirri þjónustu sem náms- og starfsráðgjafar veita. 

Höldum áfram að vera dugleg að láta í okkur heyra, birta greinar, taka þátt í umræðum, vera virk á samfélagsmiðlum og gera það sem þarf til að auka sýnileika okkar. 

Fimmtudaginn 29. september 15.30-16.30 verður kynning á Icelandair Hótel Reykjavík Marina Mýrargötu 14-16, 101 Reykjavík. HAPPY HOUR eftir kynningu.

Þetta er kynning fyrir náms- og starfsráðgjafa á öllum starfssviðum; skólum jafnt sem atvinnulífi. Á kynningunni fræðumst við til dæmis um atvinnumöguleika í ferðaþjónustugeiranum, hvaða menntun nýtist á þessu sviði og menntun hótel starfsfólksins, samvinnu við menntastofnanir vegna nema og margt fleira!

Hér má sjá dagskrá fræðslunefndar haustið 2016. 

29. september, fimmtudagur: Heimsókn/kynning á Icelandair Hótel Reykjavík Marina. Endað á HAPPY HOUR.

4. nóvember, föstudagur: Dagur náms- og starfsráðgjafa. Dagskrá auglýst síðar.

Í nýjasta tölublaði Tímarits um uppeldi og menntun er að finna áhugaverða grein eftir Guðbjörgu Vilhjálmsdóttur sem ber heitið

Þá eru sumarfrí senn á enda og viljum við í stjórn FNS bjóða ykkur velkomin til starfa og óska ykkur góðs gengis í þeim verkefnum sem fram undan eru. Stjórnin kom saman til fyrsta stjórnarfundur haustsins þann 25. ágúst sl. og í meðfylgjandi Fréttamola má lesa um það helsta sem er á döfinni hjá félaginu.

Stjórn FNS hefur skipulagt hópferð á alþjóðlega ráðstefnu IAEVG í Madrid í nóvember 2016.

Hér er að finna Fréttamola stjórnar FNS frá maífundi stjórnarinnar. Þar má meðal annars lesa um ályktun aðalfundar FNS, fyrirhugaða hópferð félagsmanna til Madrid og fréttir frá fræðslunefnd.

18.maí síðastliðinn var náms- og starfsráðgjöfum boðið til Samtaka atvinnulífsins. Þar fóru fram  umræður um mennta- og atvinnumál í víðu samhengi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Guðrún Eyjólfsdóttir tóku á móti gestum. Mæting var mjög góð og margt áhugavert sem kom fram. 

Pages