Til hamingju með daginn kæru félagar!
Dagur náms- og starfsráðgjafar verður haldin hátíðlegur 30. október nk. í netheimum. 
Endilega fylgist með frekari upplýsingum þess efnis á Facebook síðu félagsins. 

 

Menntakvika Menntavísindasviðs Háskóla Íslands var haldin dagana 1. og 2. október sl. Þar hélt m.a. Guðbjörg Vilhjálsmdóttir fyrirlestur var m.a. fyrirlestur undir yfirskriftinni: Viðhorf ungs og lítt menntaðs fólks til starfa: Starfsvilji, starfsskynjun, aðlögunarhæfni á starfsferli

Félag náms-og starfsráðgjafa hefur átt aðild að International Association for Educational and Vocational Guidance í meira en 30 ár, í gegnum aðild sína að Nordiska förbundet för studie- och yrkesvägledning. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, professor situr nú í stjórn IAEVG og þar hafa verið umræður um að tengja félagsmenn í aðildarfélögum IAEVG betur við samtökin. Liður í því er að dreifa fréttabréfi IAEVG til félagsmanna í gegnum aðildarfélögin. Fréttabréfið verður því framvegis birt á heimasíðu FNS og kynnt í gegnum facebook síðu og póstlista.

Dr. Jane Goodman, einn af þremur varaforsetum IAEVG, hefur haft forgöngu um að stofna net landsfulltrúa innan IAEVG. Til þess hafa yfirleitt valist formenn félagasamtaka náms- og starfsráðgjafa vítt um heim og því var það ánægjulegt að Helga Tryggvadóttir formaður FNS er nú landsfulltrúi IAEVG. Hlutverk landsfulltrúa er að tengja IAEVG við það sem er að gera í heimalandinu, kynna starfssemi og þarfir í hverju landi og kynna félagsmönnum það sem er að gerast á vettvangi IAEVG.

Athygli er vakin á nýútkominni skýrslu um náms- og starfsráðgjöf í grunnskólum á Íslandi. Skýrslan byggir á rannsókn sem gerð var veturinn 2018-2019 af Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri fyrir mennta- og menningarmálaráðuneyti. HÉR má nálgast skýrsluna.
Unnið verður með tillögur um úrbætur í aðgerðaráætlun menntastefnu til ársins 2030.

Aðafundur FNS var haldin 29. maí sl. Á fundinum var farið í hefðbundin aðalfundarstörf og þ.á.m kjörin ný stjórn FNS. 
Í stjórn FNS fyrir árin 2020-2021 eru Helga Tryggvadóttir formaður, Sigríður Sig (Systa) vefstjóri, Klara Guðbrandsdóttir félagatal og nýjar inn í stjórn eru Hildur Björk Möller, Greta Jessen, Hrönn Grímsdóttir og Helga Valtýsdóttir. 
Þær sem hætta í stjórn eru Helga Lind Hjartardóttir, Hildur Katrín Rafnsdóttir, Svanhildur Svavarsdóttir og Margrét Björk Arnardóttir og er þeim þakkað kærlega fyrir vel unnin störf. 

 

Aðalfundur Félags náms- og starfsráðgjafa verður haldin á ZOOM föstudaginn 29. maí nk. 
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest, sjá nánar HÉR
Stjórn FNS

 

Helga Tryggvadóttir formaður FNS deildi skemmtilegri grein á Vísi sem lesa má hér að neðan: 

Ertu foreldri eða forráðamaður að færast í átt að bugun? Ertu allt í einu komin í fjarnám og átt pínu erfitt með að forgangsraða?

Stjórn FNS hefur fundað vegna þess ástands sem komið er upp í okkar samfélagi sem og um allan heim vegna Covid 19 veirunnar. 
Sem fagfólk á okkar sviði erum við í framvarðarsveit þegar kemur að því að styðja við nemendur á þessum óvissutímum. 
Við viljum benda á netfang okkar fns@fns.is ef þið hafið ábendingar um þjónustu sem gæti hentað skjólstæðingum okkar eða annað sem við getum aðstoðað með.
Hér eru nokkrar krækjur á síður sem gætu nýst til ráðgjafar með ráðþegum. 

Hætt hefur verið við málþing Dr. Rons Sultana vegna aðstæðna í heiminum. 

 

 

Pages