Kæru náms- og starfsráðgjafar,
Innilega til hamingju með Dag náms- og starfsráðgjafar.
Það eru 10 ár síðan stofnað var til Dagsins en tilgangur hans er meðal annars að vekja athygli fólks á þeirri þjónustu sem náms- og starfsráðgjafar veita.
Höldum áfram að vera dugleg að láta í okkur heyra, birta greinar, taka þátt í umræðum, vera virk á samfélagsmiðlum og gera það sem þarf til að auka sýnileika okkar.