Aðalfundur FNS verður haldinn miðvikudaginn 9. maí nk. kl. 14.30, í húsi Mímis Öldugötu 23.

Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf.

Stuðningur við starfsþróun ævina alla er yfirskrift Uppskeruhátíðar meistaranema í náms- og starfsgjöf 2018 sem haldin er á vegum námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf við Félags- og mannvísindadeild HÍ og Félag náms- og starfsráðgjafa (FNS).
Hátíðin verður haldin þriðjudaginn 17. apríl kl. 13:00 - 16:10 í Veröld, húsi Vigdísar, stofum 107 og 8.
Málstofurnar verða tvær og verður þeim streymt til þeirra sem eiga ekki heimangengt. Sjá nánar hér

 

Takk kærlega fyrir komuna á námskeiðið sl. fimmtudag kæru félagar, vonum að þið séuð reynslunni ríkari. Glærurnar frá námskeiðinu eru inni á facebook hóp FNS

María Dóra Björnsdóttir deildarstjóri NSHÍ varði sl. föstudag doktorsritgerð sína í náms- og starfsráðgjöf. María Dóra er fyrst til að verja doktorsritgerð frá Háskóla Íslands á þessu fræðasviði. FNS óskar Maríu Dóru innilega til hamingju. Sjá nánar hér

 

Kæru félagsmenn,
Norm Amundson er væntanlegur hingað til lands í apríl.
Hann mun halda námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa fimmtudaginn 5. apríl frá kl. 9 til 16 á Hotel Natura í Reykjavík.
Verð fyrir daginn er 7.900 kr. sem þarf að greiða með millifærslu á reikning FNS; 0111-26-015737, kt. 601186-1609 (kvittun gildir sem inngöngumiði).

Skráning fer fram HÉR

Nýtt kynningarefni fyrir náms- og starfsráðgjafa er nú aðgengilegt á heimasíðu félagsins undir Hagnýtt efni, sjá hér
Efnið er ætlað starfandi náms- og starfsráðgjöfum til deilingar og notkunnar á viðeigandi starfsvettvangi þeirra. 

 

Þann 1. mars næstkomandi verður Ráðstefnu IÐNMENNTAR haldin á Grand Hótel Reykjavík kl. 13:30 – 16:00 undir yfirskriftinni:
Vinnustaðanám í starfsnámi.
Frír aðgangur er á ráðstefnuna en gestir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á netfangið elisabet@idnu.is eða rafrænt hér: Vinnustaðanám - Ráðstefna

Endurmenntun HÍ er með mörg áhugaverð námskeið í boði fyrir náms- og starfsráðgjafa
Allar nánari upplýsingar má sjá á vef Endurmenntunnar http://endurmenntun.is 
Gott er að hafa í huga að snemmskráning gefur afslátt af námskeiðsgjöldum. Einnig er vert að geta þess að ef fimm eða fleiri þátttakendur frá sama fyrirtæki eru skráðir á sama námskeiðið, fæst 20% afsláttur af námskeiðsgjöldum – fimmta sætið frítt.

 

 

 

 

 

Á sl fimmtudag var haldið málþing á vegum FNS og námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands "Leiðin langa inn á vinnumarkað“. 
Í kjölfariðræddi RÚV við Kristjönu Stellu Blöndal um brottfall og aðgerðir gegn því. Frétt og viðtalið við Stellu má finna hér

 

 

 

DAGSKRÁ FRÆÐSLUNEFNDAR VORÖNN 2018
9. febrúar: Kynning/heimsókn hjá Mennta- og starfsþróunarsetri Lögreglunnar.
9. mars: Kynning/heimsókn til Stígamóta.
5. apríl: Námskeið með Norm Amundson. FNS í samstarfi við námsbraut HÍ, Evrópumiðstöð náms- og starfsráðgjafar, NVL, Epale og FRÆ. Námskeiðið verður auglýst betur fljótlega.
3. maí: Upphitun fyrir ráðstefnu IAEVG í Gautaborg sem verður haldin í október.

Pages