Ég heiti Hildur Björk og er náms- og starfsráðgjafi í Melaskóla. Sem stendur er ég í fæðingarorlofi en ég eignaðist dóttur í lok júli.

Hildur Katrín fyrrum gjaldkeri hvatti mig til þess að taka við starfi gjaldkerf FNS. Ég ákvað að slá til og kynnast öfugu fólki í stéttinni. Þar sem náms- og starfsráðgjafar vinna margir hverjir einir eða fáir saman þá er féalgið vettvangur fyrir st´tettina til að koma saman og efla tengsl og fagþekkingu. 

 

 

 

Náms- og starfsráðgjafar liðsinna atvinnuleitendum á margvíslegan hátt t.d. með því að fara yfir gerð ferilskrár.

Fræðslunefnd FNS í samstarfi við @Europass Ísland og Euroguidance héldu fjarfund í morgun þar sem sérfræðingur frá Hagvangi fór yfir hagnýt atriði sem þarf að hafa í hug. Náms-og starfsráðgjafar skilja það fagstétta best hversu mikilvægt er að sinna eigin sí- og endurmenntun Það var mjög góð mæting - tæplega 80 áhugasamir náms- og starfsráðgjafar sem mættu inn á Zoom

Fjarfundur FNS á Zoom með Europass

Greta Jessen

Starfsstaður:  Langholtsskóli

Ég var beðin um að koma í stjórn sem fulltrúi norræns samstarfs sem mér fannst hljóma spennandi. Mér finnst skemmtilegt að vinna með fólki sem býður sig fram í þessi störf því það er yfirleitt gert af áhuga, metnaði og drifkrafti. 

Greta Jessen norrænn fulltrúi Félags náms- og starfsráðgjafa

 

Hrönn segir:

Ég tek þátt í starfi félagsins með því að sitja í stjórn og vera í siðanefnd. Ástæða þess að ég tek þátt er margvísleg. Mig langaði að kynnast starfi félagsins betur og náms- og starfsráðgjöfum um allt land. Ég tengist stéttinni betur með þessum hætti og finn að ég er hluti af öflugum hópi sérfræðinga. Ég vil taka þátt í því að styðja og styrkja félagsmenn ásamt því að vekja athygli á því hversu mikilvægu starfi þeir gegna víða í samfélaginu.

Hrönn Grímsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Austurbrú

Í stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa sitja formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, norrænn fulltrúi og tveir meðstjórnendur.

Á næstu dögum munum við kynna stjórnina og fyrst til leiks eru meðstjórnendur.

Heimir Haraldsson náms- og starfsráðgjafi við Menntaskólann á Akureyri segir svo frá: 

Ég heiti Heimir Haraldsson hef starfað sem náms- og starfsráðgjafi frá árinu 2004 og vinn við Menntaskólann á Akureyri og er að hefja mitt sjöunda starfsár þar.

Heimir Haraldsson náms- og starfsráðgjafi

Til hamingju!

Guðríður Aadnegard náms- og starfsráðgjafi og umsjónarkennari við Grunnskólann í Hveragerði hlaut hvatningarverðlaun dags gegn einelti. Hún er svo sannarlega vel að þeim komin, vinnur öflugt starf innan grunnskólans þar sem hún er málsvari nemenda og gætir að velferð þeirra.

Í þakkarræðu sinni fór hún með ljóð eftir Úlf Ragnarsson lækni sem hún sagði að væri leiðarljós sitt í starfi.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Guðríður Aadnegaard, Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Sigrún Edda Eðvarðsdóttir formaður Heimilis og skóla

Til hamingju með dag íslenskrar tungu!

Það er mikilvægt að eiga orð yfir allt það sem lýsir tilveru okkar og gefur lífinu lit og blæbrigði. Það er ákveðið tjáningarform.

Þegar við horfum til orðræðu í fagi okkar og orðanotkun þá vitum við að þar er urmull orða sem lýsa náms- og starfsráðgjöf og stoðgreinum. Oft á tíðum hafa þau verið þýdd úr erlendum tungumálum en svo kemur að nýyrðasmíð einnig.

Það er mikilvægt að halda þessu til haga og miðla því þannig að orðræðan verði einstaklingum einnig töm.

Orð koma líka og fara - tungumálið er lifandi og endurnýjast.

Íslenski fáninn

Hér er hægt að fylgjast með upptöku sem var gerð 28. október.

Fram koma mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Prof. Tristram Hooley frá The Inland Norway University of Applied Science

Soffía Valdimarsdóttir lektor við Háskóla Íslands

María Dóra Björnsdóttir deildarstjóri Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands

og að síðustu veiting viðurkenninga fyrir framlag til náms- og starfsráðgjafar.

Kynnir var Heimir Haraldsson náms- og starfsráðgjafi við Menntaskólann á Akureyri

Sýnileiki, samstaða og stafræn tilvera var yfirskrift dagskrár í tilefni af Degi náms- og starfsráðgjafar 28. október sl.

 

Félag náms- og starfsráðgjafa hefur veitt félagsmanni viðurkenningu fyrir framlag til nærsamfélagsins, fagsins eða stéttarinnar í fimmtán ár eða allt frá árinu 2006 þegar fyrsti Dagur náms- og starfsráðgjafar var haldinn hátíðlegur. . Tilgangur slíkrar viðurkenningar er að vekja athygli á  fagmennsku og nýsköpun í starfi náms- og starfsráðgjafa og framlagi einstakra félagsmanna til fags og stéttar.  Það er mikilvægt að leita til félagsmanna þegar kemur að slíkum viðurkenningum og óskaði   stjórn FNS eftir tilnefningum félagsmanna.  

Pages