Tækniskólinn við Skólavörðuholt mun bjóða náms- og starfsráðgjöfum í grunnskólum í heimsókn fimmtudaginn 17. mars. Þar verður boðið bæði upp á  kynningu á skólanum og skoðunarferð um húsnæðið.

Það verður m.a. boðið upp á samtal við stjórnendur skólans og námsráðgjafa hjá Tækniskólanum, sem og spjall við nemendur. Góðar veitingar í boði.

Dagskrá:

 14:00 – Kynning í Framtíðastofu Tækniskólans 

14:30 – Skoðunarferð um skólann - Fjöldi brauta heimsóttar m.a. hársnyrtibraut, fataiðnbraut, K2, hönnunar- og nýsköpunarbraut, húsasmíði, málarabraut og rafiðnbrautir

Myndlistarskólinn í Reykjavík verður með opið hús alla næstu viku, 21. - 25. febrúar á milli kl. 10 - 14.  Allir eru velkomnir!  Hægt er að hafa samband við Önnu Sigurðardóttur, náms- og starfsráðgjafa í tölvupósti namsrad@mir.is Endilega hafið samband ef þið viljið sérstaka kynningu.

Borgarholtsskóli býður náms- og starfsráðgjöfum í grunnskólum árlega í heimsókn til að kynna námsframboð og námsfyrirkomulag skólans. Heimsóknirnar hafa reynst vel og skapast góðar og gagnlegar umræður beint við stjórnendur skólans og náms- og starfsráðgjafa. Nemendur skólans koma af öllu landinu og því koma náms- og starfsráðráðgjafar víða að í heimsókn til okkar. Þar sem náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum eru mikilvægur hlekkur í ákvörðunartökuferli nemenda í 10. bekk er mikilvægt að hafa allar upplýsingar réttar og þess vegna skiptir svona heimsókn miklu máli.

Merki Borgarholtsskóla

Opið hús í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ fyrir 10. bekkinga.

22. mars frá kl. 16:00 - 18:00

 

Þegar líða tekur á veturinn og vorið nálgast þá fara ungmenni í 10. bekk að huga að næstu skrefum er varðar áframhaldandi menntun og störf.

Náms- og starfsráðgjafar í grunn- og framhaldsskólum taka höndum saman og standa að fræðslu um námsmöguleika á framhaldsskólastigi, iðnnámi og verknámi. Mikil og góð samvinna hefur skapast í gegnum árin.

Skref í rétta átt

Óskum félagsmönnum öllum um land allt gleðilegra jóla og farsæld á nýju ári 2022.

Kærar þakkir fyrir samveru og samvinnu á árinu sem er að líða.

 

Á vefnum naestaskref.is er að finna fjölbreyttar upplýsingar um nám og störf og annað gagnlegt efni.

Ef vill eru margir að velta fyrir sér starfi jólasveinsins - hér er hægt að fræðast meira um það!

Jólasveinn með heyrnartól og sólgleraugu

Kæru félagsmenn!

Ég óska okkur öllum til hamingju með afmæli félagsins en við fögnum 40 ára starfsafmæli í dag.Þau voru framsýn stofnfélagarnir sjö árið 1981 og getum við fagnað farsælli félagsstarfsemi nú með tæplega þrjú hundruð félagsmönnum.

Helga Valtýsdóttir - varaformaður Félags náms- og starfsráðgjafa.

Hildur Björg Vilhjálmsdóttir er ritari í stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa

Ég lauk námi fyrir rúmu ári og hef síðan þá starfað við náms- og starfsráðgjöf í Stapaskóla.

Ég var beðin um að gefa kost á mér sem fulltrúa af vettvangi grunnskóla. Ég gat ekki skorast undan því enda finnst mér mikilvægt að vera virkur þátttakandi í Félagi náms- og starfsráðgjafa sem er leiðandi um faglega stefnu og störf náms- og starfsráðgjafa á Íslandi.

Pages