Föstudaginn 3. september n.k. verður haldin ráðstefna á Grand Hótel í Reykjavík á vegum Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Ráðstefnan hefst kl. 10:00 og henni lýkur kl. 16:00.  Áhersla verður á að kynna stöðuna í raunfærnimati á Norðurlöndunum og hvernig staðið er að raunfærnimati á sviðum sem við höfum ekki hafið raunfærnimat í hér á landi.

Fréttabréf SAENS kom út í lok mars og þar er lýsing á því sem er efst á baugi hjá SAENS. Fréttabréfið er hér.

Aðalfundur FNS var haldinn fimmtudaginn 29.apríl kl. 14.00 í húsnæði Mímis símenntunar Skeifunni 8. Á fundinum flutti Björg Kristjánsdóttir formaður FNS ársskýrslu félagsins og Eydís Katla Guðmundsdóttir gjaldkerfi félagsins fór yfir ársreikninga félagsins fyrir árið 2009. Þrír stjórnarmeðlimir hættu í stjórn og einn úr fræðslunefnd og voru nýir aðilar kosnir í staðinn.

Fagráð náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskólum stendur fyrir samráðsfundi fyrir félagsmenn sem vinna í framhaldsskólum fundinn á fimmtudag 18. mars.

Febrúar/Mars: Samráðsfundir náms- og starfsráðgjafa. Fjórir aðskildir fundir: grunnskóli, framhaldsskóli, háskóli og atvinnulíf. Hagsmuna- og fagleg málefni náms- og starfsráðgjafa verða til umræði. Fagráð sjá um skipulagningu og dagskrá fundanna og auglýsa fyrir hvern hóp.

Fagráð á háskólastigi boðaði til samráðsfundar með náms- og starfsráðgjöfum á háskólastigi miðvikudaginn 17. febrúar kl. 9-10.

Samráðsfundur náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum verður haldinn fimmtudaginn, 11. febrúar kl. 14:00 í Rimaskóla. Til umræðu verða hagsmunamál og fagleg málefni náms- og starfsráðgjafa sem starfa í grunnskólum.

Landbúnaðarháskóli Íslands býður félagsmönnum í Félagi starfs- og námsráðgjafa til fræðslufundar í Reykavíkursetri LbhÍ á Keldnaholti föstudaginn 5. febrúar.  Fundurinn hefst kl. 14 og verður í samkomusal á efstu hæð. Megininntak fundarins verður kynning á starfsemi LbhÍ.

Pages