Þriðjudaginn 14. desember kl. 16:30-17:30 munu Sif Einarsdóttir, dósent í náms- og starfsráðgjöf, og Jónína Kárdal, náms- og starfsráðgjafi við NSHÍ halda erindi á fyrirlestraröð í tilefni af 20 ára afmæli námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf.
Jólafundur Félags náms- og starfsráðgjafa verður haldinn í kennsluhúsnæði Mímis- símenntunar, Öldugötu 23, Rvk (rétt við Landakot), föstudaginn 26. nóvember milli kl. 16 og 18.
Nýlega var úthlutað styrkjum úr starfsmenntasjóði félags- og tryggingamálaráðuneytisins: www.starfsmenntarad.is. Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf sótti um styrk og fékk úthlutað 1,7 milljón fyrir verkefnið: Upplýsingakerfi og vefráðgjöf um nám og störf; þarfagreining og framkvæmdaráætlun.
Jónína Kárdal náms- og starfsráðgjafi við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands hlaut viðurkenningu fyrir störf sín í þágu fagstéttarinnar á Degi náms- og starfsráðgjafar sem var haldinn hátíðlegur í fimmta sinn þann 20. október síðastliðinn.Frá því að Dagur náms- og starfsráðgjafar var haldinn hátíðlegur fyrir fimm árum síðan hafa nokkrir náms- og starfsráðgjafar fengið viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Í dag tilnefnum við Jónínu Ólafsdóttur Kárdal.