Starfandi rektor Menntaskólans í Reykjavík, Linda Rós, bauð náms- og starfsráðgjöfum grunnskólanna til kynningar á MR fimmtudaginn 11. október. Prýðilega var mætt og spunnust þar gagnlegar umræður í bland við góða kynningu rektors á starfsháttum hinnar gamalgrónu menntastofnunar.