Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor í náms- og starfsráðgjöf og deildarforseti Félags- og mannvísindadeildar, var nýverið kjörin fulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðlegu náms- og starfsráðgjafarsamtakanna. Kjörið fór fram á fundi Norrænu náms- og starfsráðgjafarsamtakanna (Nordiska förbundet för studie- och yrkesvägledning) sem fór fram í Reykjavík í byrjun nóvember. Í samtökunum eru nú um 25 þúsund félagar frá fimmtíu löndum í sex heimsálfum. Guðbjörg hefur störf í stjórninni í október 2018.

Dagana 26. og 27. október sl. var dagur náms- og starfsráðgjafa haldin hátíðlegur á Hótel Natura. Hjónin dr. Lengelle og dr. Meijer héldu þar tveggja daga námskeið. Námskeiðið  sló heldur betur í gegn og vorum við hæstánægð hversu margir félagsmenn mættu

Þökkum fræðslunefndinni kærlega fyrir mjög góðan undirbúning,.

Til hamingju með daginn kæru náms- og starfsráðgjafar
Minnum á að skráningu á Dag náms- og starfsráðgjafar lýkur í dag
Endilega mætum sem flest og eigum saman ánægjulega daga og fögnum því að tilheyra svona skemmtilegri fagstétt
Skráning fer fram hér

"Nú styttist í dag náms- og starfsráðgjafar og það er gaman að sjá hve áhuginn er mikill hjá félagsmönnum. Það er enn hægt að skrá sig á námskeiðið og við hvetjum fólk til að nýta þetta skemmtilega tækifæri og kynnast þeim hjónum dr. Meijers og dr. Lengelle og aðferðum þeirra í ráðgjöf. Síðasti dagur skráningar er 20.

Námskeið dagana 26. og 27. október nk. 
Boðið verður upp á spennandi tveggja daga námskeið sem fræðimennirnir og hjónin dr. Lengelle og dr. Meijer verða með í tilefni dags náms- og starfsráðgjafar í ár. Þau munu mætast á miðri leið, hún kemur frá Kanada og hann frá Hollandi og munu þau kynna fyrir okkur aðferðir og verkfæri í ráðgjöf sem þau hafa þróað. 

Career Management Skills  – Hvað – Hvers vegna – Hvernig?
NVL býður til ráðstefnu um færni í stjórnun eigin starfsferils eða Career Management Skills (CMS) – sem er mikilvægt verkfæri frá sjónarhóli náms- og starfsráðgjafar

Hrönn Baldursdóttir kynnir verkefnið: Styrkur og stefna í námi - hópráðgjöf með útivist. 
Fundurinn hefst kl. 15 í Sæmundarskóla með kynningu og síðan höldum við út í haustið í endurnærandi göngu og jóga við Reynisvatn. 
Vonumst til að sjá sem flesta

Stjórn FNS vekur athylgi á að nú eru lokaritgerðir frá árinu 2017 aðgengilegar á heimasíðu félagsins undir flipanum Hagnýtt efni. Þar er einnig að finna eldri lokaritgerðir og ýmsan annan fróðleik. Allar ábendingar um það sem betur má fara og áhugavert efni má senda á netfangið fns@fns.is

Uppskeruhátíð meistaranema í náms- og starfsráðgjöf verður haldin 23. maí nk. í húsi Menntavísindasviðs við Stakkahlíð. Framvinda á starfsferli - stuðningur og hindranir er yfirskrift hátíðarinnar sem er haldin á vegum námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf og Félags náms- og starfsráðgjafa. Nánari upplýsingar má nálgast hér. FNS hvetur félagsmenn til að fjölmenna og taka þátt í hátíðinni. 

 

 

Pages