Óskum félagsmönnum öllum um land allt gleðilegra jóla og farsæld á nýju ári 2022.

Kærar þakkir fyrir samveru og samvinnu á árinu sem er að líða.

 

Á vefnum naestaskref.is er að finna fjölbreyttar upplýsingar um nám og störf og annað gagnlegt efni.

Ef vill eru margir að velta fyrir sér starfi jólasveinsins - hér er hægt að fræðast meira um það!

Jólasveinn með heyrnartól og sólgleraugu

Kæru félagsmenn!

Ég óska okkur öllum til hamingju með afmæli félagsins en við fögnum 40 ára starfsafmæli í dag.Þau voru framsýn stofnfélagarnir sjö árið 1981 og getum við fagnað farsælli félagsstarfsemi nú með tæplega þrjú hundruð félagsmönnum.

Helga Valtýsdóttir - varaformaður Félags náms- og starfsráðgjafa.

Hildur Björg Vilhjálmsdóttir er ritari í stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa

Ég lauk námi fyrir rúmu ári og hef síðan þá starfað við náms- og starfsráðgjöf í Stapaskóla.

Ég var beðin um að gefa kost á mér sem fulltrúa af vettvangi grunnskóla. Ég gat ekki skorast undan því enda finnst mér mikilvægt að vera virkur þátttakandi í Félagi náms- og starfsráðgjafa sem er leiðandi um faglega stefnu og störf náms- og starfsráðgjafa á Íslandi.

Ég heiti Hildur Björk og er náms- og starfsráðgjafi í Melaskóla. Sem stendur er ég í fæðingarorlofi en ég eignaðist dóttur í lok júli.

Hildur Katrín fyrrum gjaldkeri hvatti mig til þess að taka við starfi gjaldkerf FNS. Ég ákvað að slá til og kynnast öfugu fólki í stéttinni. Þar sem náms- og starfsráðgjafar vinna margir hverjir einir eða fáir saman þá er féalgið vettvangur fyrir st´tettina til að koma saman og efla tengsl og fagþekkingu. 

 

 

 

Náms- og starfsráðgjafar liðsinna atvinnuleitendum á margvíslegan hátt t.d. með því að fara yfir gerð ferilskrár.

Fræðslunefnd FNS í samstarfi við @Europass Ísland og Euroguidance héldu fjarfund í morgun þar sem sérfræðingur frá Hagvangi fór yfir hagnýt atriði sem þarf að hafa í hug. Náms-og starfsráðgjafar skilja það fagstétta best hversu mikilvægt er að sinna eigin sí- og endurmenntun Það var mjög góð mæting - tæplega 80 áhugasamir náms- og starfsráðgjafar sem mættu inn á Zoom

Fjarfundur FNS á Zoom með Europass

Greta Jessen

Starfsstaður:  Langholtsskóli

Ég var beðin um að koma í stjórn sem fulltrúi norræns samstarfs sem mér fannst hljóma spennandi. Mér finnst skemmtilegt að vinna með fólki sem býður sig fram í þessi störf því það er yfirleitt gert af áhuga, metnaði og drifkrafti. 

Greta Jessen norrænn fulltrúi Félags náms- og starfsráðgjafa

 

Hrönn segir:

Ég tek þátt í starfi félagsins með því að sitja í stjórn og vera í siðanefnd. Ástæða þess að ég tek þátt er margvísleg. Mig langaði að kynnast starfi félagsins betur og náms- og starfsráðgjöfum um allt land. Ég tengist stéttinni betur með þessum hætti og finn að ég er hluti af öflugum hópi sérfræðinga. Ég vil taka þátt í því að styðja og styrkja félagsmenn ásamt því að vekja athygli á því hversu mikilvægu starfi þeir gegna víða í samfélaginu.

Hrönn Grímsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Austurbrú

Í stjórn Félags náms- og starfsráðgjafa sitja formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, norrænn fulltrúi og tveir meðstjórnendur.

Á næstu dögum munum við kynna stjórnina og fyrst til leiks eru meðstjórnendur.

Heimir Haraldsson náms- og starfsráðgjafi við Menntaskólann á Akureyri segir svo frá: 

Ég heiti Heimir Haraldsson hef starfað sem náms- og starfsráðgjafi frá árinu 2004 og vinn við Menntaskólann á Akureyri og er að hefja mitt sjöunda starfsár þar.

Heimir Haraldsson náms- og starfsráðgjafi

Pages