Starfið í FNS er að fara á fulla ferð eftir sumarið og vonum við að veturinn verði viðburðaríkur, skemmtilegur og árangursríkur fyrir félagið okkar. 
Hér er að finna fyrsta fréttabréf starfsársins frá stjórn FNS.

Haustfundur fræðslunefndar FNS verður haldin í Fjölbrautarskólanum við Ármúla mánudaginn 24. september nk. frá kl. 14:30 - 16:00
Yfirskrift fundarins er: Fyrsta hjálp við kvíða og mun Steinunn Anna sálfræðingur fjalla um kvíða. 
Sjá nánari auglýsingu hér

 

 

Dagur náms- og starfsráðgjafar verður haldin föstudaginn 9. nóvember nk. á Hótel Natura.
Nánari dagskrá auglýst fljótlega. 

 

Aðalfundur FNS var haldin í gær 9. maí í húsnæði Mímis við Öldugötu. Um 30 félagagsmenn mættu og gerðu sér glaðan dag að loknum hefðbundum aðalfundarstörfum. Klara Guðbrandsdóttir kemur ný inn í stjórn og áfram sitja þær Helga Tryggvadóttir, Svanhildur Svavarsdóttir, Hildur Katrín Rafnsdóttir, Margrét Arnardóttir, Helga Lind Hjartardóttir og Sigríður Sigurðardóttir. Ingibjörg Kristinsdóttir lét af störfum sem formaður félagsins og hættir þar með í stjórn en Helga Tryggvadóttir var kjörin nýr formaður.

Ný stjórn FNS 2018 - 2019 (á myndina vantar Margréti Arnardóttur)

Aðalfundur FNS verður haldinn miðvikudaginn 9. maí nk. kl. 14.30, í húsi Mímis Öldugötu 23.

Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf.

Stuðningur við starfsþróun ævina alla er yfirskrift Uppskeruhátíðar meistaranema í náms- og starfsgjöf 2018 sem haldin er á vegum námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf við Félags- og mannvísindadeild HÍ og Félag náms- og starfsráðgjafa (FNS).
Hátíðin verður haldin þriðjudaginn 17. apríl kl. 13:00 - 16:10 í Veröld, húsi Vigdísar, stofum 107 og 8.
Málstofurnar verða tvær og verður þeim streymt til þeirra sem eiga ekki heimangengt. Sjá nánar hér

 

Takk kærlega fyrir komuna á námskeiðið sl. fimmtudag kæru félagar, vonum að þið séuð reynslunni ríkari. Glærurnar frá námskeiðinu eru inni á facebook hóp FNS

María Dóra Björnsdóttir deildarstjóri NSHÍ varði sl. föstudag doktorsritgerð sína í náms- og starfsráðgjöf. María Dóra er fyrst til að verja doktorsritgerð frá Háskóla Íslands á þessu fræðasviði. FNS óskar Maríu Dóru innilega til hamingju. Sjá nánar hér

 

Kæru félagsmenn,
Norm Amundson er væntanlegur hingað til lands í apríl.
Hann mun halda námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa fimmtudaginn 5. apríl frá kl. 9 til 16 á Hotel Natura í Reykjavík.
Verð fyrir daginn er 7.900 kr. sem þarf að greiða með millifærslu á reikning FNS; 0111-26-015737, kt. 601186-1609 (kvittun gildir sem inngöngumiði).

Skráning fer fram HÉR

Nýtt kynningarefni fyrir náms- og starfsráðgjafa er nú aðgengilegt á heimasíðu félagsins undir Hagnýtt efni, sjá hér
Efnið er ætlað starfandi náms- og starfsráðgjöfum til deilingar og notkunnar á viðeigandi starfsvettvangi þeirra. 

 

Pages