Fagráð grunn- og framhaldsskóla ráðgjafa standa að sameiginlegri fræðslu fyrir náms- og starfsráðgjafa föstudaginn 10. febrúar nk. kl. 13.30-14.30 í húsnæði Barnaverndarstofu, Borgartúni 21. 

Páll Ólafsson félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu mun fræða okkur um hlutverk barnaverndarstofu, tilkynningaskylduna og allt sem snýr að barnaverndarmálum.

 

FNS mun taka saman upplýsingar um opin hús framhaldsskólanna og birta í viðburðadagatali hér á síðunni.
Þeir sem óska eftir að koma upplýsingum á viðburðadagatalið geta sent póst á fns@fns.is

Hér má líta drög að dagskrá vorannar frá fræðslunefnd FNS. Nánari tímasetningar verða auglýstar þegar nær dregur. 

Byrjun febrúar - Fræðslufundur/erindi
Byrjun mars - Fyrirtækjaheimsókn
16-18. mars - Stóra framhaldsskólakynningin
Apríl/maí - Vorfögnuður.

Síðastliðinn þriðjudag, 6. desember, áttum við notalega jólastund saman í húsi Mímis við Öldugötu. Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir heimsótti okkur og sagði frá og las upp úr bókinni Samskiptaboðorðin. Síðan var spjallað yfir jólaglöggi/heitu súkkulaði, konfekti og smákökum.

Við þökkum starfsfólki Mímis fyrir lánið á húsnæðinu og Aðalbjörgu fyrir áhugaverða frásögn.

Árlega er Dagur náms- og starfsráðgjafar haldinn hátíðlegur. Í ár var ákveðið að halda afmælishátíð þar sem þessum degi var komið á fót fyrir 10 árum, Félag náms- og starfsráðgjafa varð 35 ára og námsbrautin fagnaði 25 ára afmæli. Yfirskrift dagsins var Náms- og starfsráðgjöf í 35 ár og fólki var boðið um borð í tímavél þar sem ferðast var aftur til fortíðar, staldrað við í nútíðinni og skyggnst inn í framtíðina. Afmælishátíðin fór fram á Icelandair Hótel Reykavík Natura þann 4. nóvember 2016.

Kæru náms- og starfsráðgjafar, 

Innilega til hamingju með Dag náms- og starfsráðgjafar. 

Það eru 10 ár síðan stofnað var til Dagsins en tilgangur hans er meðal annars að vekja athygli fólks á þeirri þjónustu sem náms- og starfsráðgjafar veita. 

Höldum áfram að vera dugleg að láta í okkur heyra, birta greinar, taka þátt í umræðum, vera virk á samfélagsmiðlum og gera það sem þarf til að auka sýnileika okkar. 

Pages