Námskeið fyrir börn / ungmenni10-11-12 ára(5,6,7 bekkur) hefst 7 okt  Styrkjandi námskeið fyrir börn sem eiga nákominn aðstandanda sem hefur greinst með krabbamein. Námskeiðið stuðlar að jákvæðri uppbyggingu og er unnið í gegnum skemmtileg verkefni / ævintýrameðferð sem hæfir aldri barnanna.

Endurskoðun námsins í náms- og starfsráðgjöf tekur gildi háskólaárið 2010-2011

Nemendaráðgjafar eru nemendur úr efri bekkjum skólans sem miðla af reynslu sinni til þeirra sem eru skemmra á veg komnir í námi. Nemendaráðgjafi er jafningjaráðgjafi, en eins og náms- og starfsráðgjafi er hann bundinn þagnarskyldu og gefur ekki upp nöfn eða erindi þeirra sem til hans leita nema samkvæmt lagaboði eða af brýnni nauðsyn.

 

Bendill er áhugasviðsmats og upplýsingakerfi sem þróað er frá grunni hérlendis.
Um tvær áhugakannanir er að ræða Bendil‐I sem ætluð er nemendum í efsta
bekk grunnskólans og Bendil‐II sem ætluð er ungu fólki á framhaldsskólaaldri
(sjá nánar á
www.bendill.is ).
Réttindanámskeið verður haldið:

Þriðjudaginn 14. september nk. kl. 13-16 verður haldin uppskeruhátíð námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands þar sem meistaranemar kynna niðurstöður lokaritgerða sinna. Hátíðin er samstarfsverkefni námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf og Félags náms- og starfsráðgjafa.

Föstudaginn 3. september n.k. verður haldin ráðstefna á Grand Hótel í Reykjavík á vegum Norræna tengslanetsins um nám fullorðinna og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Ráðstefnan hefst kl. 10:00 og henni lýkur kl. 16:00.  Áhersla verður á að kynna stöðuna í raunfærnimati á Norðurlöndunum og hvernig staðið er að raunfærnimati á sviðum sem við höfum ekki hafið raunfærnimat í hér á landi.

Fréttabréf SAENS kom út í lok mars og þar er lýsing á því sem er efst á baugi hjá SAENS. Fréttabréfið er hér.

Aðalfundur FNS var haldinn fimmtudaginn 29.apríl kl. 14.00 í húsnæði Mímis símenntunar Skeifunni 8. Á fundinum flutti Björg Kristjánsdóttir formaður FNS ársskýrslu félagsins og Eydís Katla Guðmundsdóttir gjaldkerfi félagsins fór yfir ársreikninga félagsins fyrir árið 2009. Þrír stjórnarmeðlimir hættu í stjórn og einn úr fræðslunefnd og voru nýir aðilar kosnir í staðinn.

Pages