Jólafundur Félags náms- og starfsráðgjafa verður haldinn í kennsluhúsnæði Mímis- símenntunar, Öldugötu 23, Rvk (rétt við Landakot), föstudaginn 26. nóvember milli kl. 16 og 18.
Nýlega var úthlutað styrkjum úr starfsmenntasjóði félags- og tryggingamálaráðuneytisins: www.starfsmenntarad.is. Sérfræðisetur í ævilangri náms- og starfsráðgjöf sótti um styrk og fékk úthlutað 1,7 milljón fyrir verkefnið: Upplýsingakerfi og vefráðgjöf um nám og störf; þarfagreining og framkvæmdaráætlun.
Jónína Kárdal náms- og starfsráðgjafi við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands hlaut viðurkenningu fyrir störf sín í þágu fagstéttarinnar á Degi náms- og starfsráðgjafar sem var haldinn hátíðlegur í fimmta sinn þann 20. október síðastliðinn.Frá því að Dagur náms- og starfsráðgjafar var haldinn hátíðlegur fyrir fimm árum síðan hafa nokkrir náms- og starfsráðgjafar fengið viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Í dag tilnefnum við Jónínu Ólafsdóttur Kárdal.
Fimmtudaginn 14. október kl. 16 – 17 mun Inga H. Andreassen, lektor við Háskólann í Bergen, halda erindi á fyrirlestraröð námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf. Erindið ber heitið „Þetta er í góðu lagi hjá okkur, en almennt er þessu ábótavant.“: Náms- og starfsráðgjöf í ríki Noregskonungs.
Starfsmennt býður upp á tvær nýjar spennandi námsleiðir á nýju ári sem ætlað er að koma til móts við breytingar í starfsumhverfi og á störfum fólks. Í náminu er lögð áhersla á þátttöku starfsmanna í að þróa, breyta og skapa nýtt vinnulag með því að auka þekkingu og efla stjórnunar- og skipulagshæfni.