FNS veitir árlegar viðurkenningar !

Hrönn Baldursdóttir, Líney Árnadóttir og VIRK Starfsendurhæfing hljóta viðurkenningu Félags náms- og starfsráðgjafa.

Félagið veitir árlega viðurkenningu til handa félagsmanni. Tilgangur slíkrar viðurkenningar er að vekja athygli á fagmennsku og nýsköpun í starfi náms- og starfsráðgjafa og framlagi einstakra félagsmanna til fags og stéttar. Framlag viðkomandi er metið mikils og eftir því tekið á meðal félagsfólks enda taka þeir þátt í að tilnefna til viðurkenningarinnar.

Að teknu tilliti til tilnefninga sem bárust stjórn FNS hefur hún ákveðið að veita tveimur félagsmönnum viðurkenningu svo og verkefni. Þetta eru þær Líney Árnadóttir náms- og starfsráðgjafi hjá VIRK og Hrönn Baldursdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Fjölbrautarskóli Ármúli.

VIRK starfsendurhæfingarsjóður fær viðurkenningu fyrir lofsvert framlag með því að styðja við útgáfu á gagnvirka verkefninu: Hver ert þú? sem notað er við ráðgjöf hjá VIRK og nýtist auk þess víðar í náms- og starfsráðgjöf.

Við óskum öllum handhöfum viðurkenningar Félags náms- og starfsráðgjafa til hamingju!

May be an image of 1 person, standing and flower

Hrönn Baldursdóttir með verðlaun og viðurkenningu sína á ráðstefnu FNS á Akureyri 2022

May be an image of 2 people

Jónína Kárdal formaður Félags náms- og starfsráðgjafa og Líney Árnadóttir

May be an image of 2 people, people standing and text that says 'VIRK'

Jónína Kárdal formaður Félags náms- og starfsráðgjafa og fyrir hönd VIRK Starfsendurhæfing, Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK

Miðvikudagur, 16. nóvember 2022 - 21:15