Félag náms- og starfsráðgjafa 40 ára!

Kæru félagsmenn!

Ég óska okkur öllum til hamingju með afmæli félagsins en við fögnum 40 ára starfsafmæli í dag.Þau voru framsýn stofnfélagarnir sjö árið 1981 og getum við fagnað farsælli félagsstarfsemi nú með tæplega þrjú hundruð félagsmönnum.

Lög félagsins skapa ramma utan um tilgang þess, hlutverk og starfsemi. Eitt megið hlutverk FNS er að efla náms- og starfsráðgjöf, samheldni og tengsl félagsmanna ásamt fag- og stéttarvitund íslenskra náms- og starfsráðgjafa .Þegar horft er yfir þennan tíma hafa margir áfangasigrar náðst og stórsigrar unnist. - allt vegna skýrrar sýnar FNS og félagsmanna á hvers megnug náms- og starfsráðgjöf er fyrir einstaklinginn og samfélagið og samtakamáttar fagstéttarinnar.

Félag náms- og starfsráðgjafa fagnaði 35 árum með útgáfu rafræns afmælisrits sem má finna hér Afmælisrit FNS (adobe.com) og þar mátti finna spuringuna: Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í vinnunni sem náms- og starfsráðgjafi.

Í svörum náms- og starfsráðgjafa endurspeglast skýr fagvitund,, fagmennska og gleði í starfi. Í þessu þrennu felst samtakamáttur okkar að mínu mati. Starf náms- og starfsráðgjafa og fræðigreinin verður öflugri og sýnilegri fyrir vikið.

Fyrir hönd stjórnar Félags náms- og starfsráðgjafa óska ég ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum samstarfið þetta haustið og hlökkum til að að halda áfram með öfluga félagsstarfsemi.nú þegar sól fer að hækka á lofti.

Með kærri kveðju,

Jónína Kárdal, formaður

Fimmtudagur, 16. desember 2021 - 10:00