
Euroguidance á Íslandi hefur verið sterkur bakhjarl Félags náms- og starfsráðgjafa í gegnum árin.
Euroguidance hefur styrkt félagið þegar komið hefur að stórviðburðum eins og Dag náms- og starfsráðgjafar ásamt því að miðla upplýsingum og fróðleik um það sem er að gerast í Evrópu er varðar náms- og starfsráðgjöf.
Félagið vill þakka Dóru Stefánsdóttur sérfræðingi hjá Rannís sérstaklega fyrir hennar störf en hún er verkefnisstjóri Euroguidance, Evrópumiðstöðvar náms- og starfsráðgjafar og landstengiliður um fullorðinsfræðslu.