Dr. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir verður prófessor við Högskolen i Innlandet

Mynd Kristinn Ingvarsson

Félag náms- og starfsráðgjafar óskar Guðbjörgu innilega til hamingju!

Dr. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands og heiðursfélagi FNS var nýverið ráðin prófessor við Högskolen i Innlandet í Noregi. Hún mun því framvegis vera í hlutastarfi prófessors við báða háskólana.Hlutverk Guðbjargar verður m.a. að styðja við rannsóknir yngri kennaranna og vinna að umsóknum um rannsóknarstyrki. 

Í frétt frá Háskóla Íslands segir:  Háskólinn í Innlandet kallast á ensku Innland Norway University of Applied Sciences. Þrettán þúsund nemendur stunda þar nám og skólinn teygir anga sína í sex ólík bæjarfélög. Námsbrautin í náms- og starfsráðgjöf, þar sem Guðbjörg starfar, er í Heilsu- og félagsvísindadeild skólans og staðsett í Lillehammer.  Guðbjörg er mikilvirkur fræðimaður og hefur í rannsóknum sínum m.a. beint sjónum að félagslegum áhrifum á náms- og starfsval, viðhorfum lítt menntaðra ungmenna til starfa, mati á náms- og starfsfræðslu, aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli og frásagnarráðgjöf. 

Guðbjörg er virk í alþjóðlegu samstarfi og er t.d. varaforseti Alþjóðlegu náms- og starfsráðgjafarsamtakanna (International Association of Educational and Vocational Guidance) og er í alþjóðlegu netverki á vegum UNESCO um rannsóknir á sviði náms- og starfsráðgjafar.

Sjá nánar á vef Háskóla Íslands hér

Mynd: Kristinn Ingvarsson

 

Þriðjudagur, 15. March 2022 - 9:15