Dagur náms- og starfsráðgjafar

„Í kulda og trekki – eða ekki“

Dagur náms- og starfsráðgjafar er 20. október. 

Í ár höldum við hann hátíðlegann föstudaginn 9. nóvember. 

Að þessu sinni ætlum við að slá tvær flugur í einu höggi – líta inn á við og sinna okkur sjálfum annars vegar og öðlast þekkingu og leikni sem gagnast okkur í starfi hins vegar. Þema dagsins er því kulnun. Markmiðið er að eftir daginn verði félagsmenn fróðari um hugtakið kulnun sem mikið hefur verið til umfjöllunar, en oft ekki alveg ljóst hvað átt er við, auk þess að fá í hendur aðferðir sem við getum notað bæði til að styrkja okkur persónulega í starfi sem og að nýta með ráðþegum.

Sjá nánari dagskrá hér og skráning fer fram hér

Mánudagur, 15. október 2018 - 18:00