Dagskrá 28. október í tilefni af Degi náms- og starfsráðgjafar

 

Það er okkur í fræðslunefnd FNS sönn ánægja að kynna dagskrá í tilefni af degi náms- og starfsráðgjafar, sem haldið verður upp á á Grand hótel í Reykjavík þann 28. október næstkomandi. Sjá fulla dagskrá hér

Áhersluatriði sem höfð voru í huga við gerð dagskrárinnar voru sýnileiki, samstaða og stafræn tilvera. Dagskráin fyrir hádegi er öllum opin, en dagskrá eftir hádegi er eingöngu ætluð náms- og starfsráðgjöfum. Meðfylgjandi í viðhengi er auglýsing með nánari upplýsingum um dagskrána.

Hægt verður að taka þátt í dagskránni rafrænt fyrir þá sem þess óska. Kostnaður við staðbundna þátttöku félagsmanna í deginum er 15.000 krónur og eru veitingar innifaldar í því verði. Kostnaður við rafræna þátttöku félagsmanna er 7.500 krónur.

Kostnaður fyrir þátttakendur aðra en félagsmenn er 30.000 kr. fyrir þátttöku á staðnum, en 15.000 kr. fyrir þátttöku með rafrænum hætti.

Skráning fer fram á eftirfarandi vefslóð: www.tinyurl.com/FNSdagur

Lokadagur til að skrá sig og greiða fyrir þátttöku og er mánudagurinn 25. október næstkomandi.

Hægt er að beina fyrirspurnum um dagskrána á netfangið fns@fns.is

Með kærri kveðju,

Fræðslunefnd FNS

Mánudagur, 18. október 2021 (All day)