Borgarholtsskóli býður náms- og starfsráðgjöfum í grunnskólum í heimsókn

Merki Borgarholtsskóla

Borgarholtsskóli býður náms- og starfsráðgjöfum í grunnskólum árlega í heimsókn til að kynna námsframboð og námsfyrirkomulag skólans. Heimsóknirnar hafa reynst vel og skapast góðar og gagnlegar umræður beint við stjórnendur skólans og náms- og starfsráðgjafa. Nemendur skólans koma af öllu landinu og því koma náms- og starfsráðráðgjafar víða að í heimsókn til okkar. Þar sem náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum eru mikilvægur hlekkur í ákvörðunartökuferli nemenda í 10. bekk er mikilvægt að hafa allar upplýsingar réttar og þess vegna skiptir svona heimsókn miklu máli. Svo er gaman að hittast og taka óformlegt spjall yfir kaffinu.

Næsta heimboð er 2. mars og geta náms- og starfsráðgjafar grunnskólanna sent póst á kristin.jonasdottir@borgo.is til að skrá sig.

https://www.bhs.is/

Föstudagur, 18. febrúar 2022 - 14:00