Bæklingur á ensku um náms- og starfsráðgjöf á Íslandi

Á vef Evrópumiðstöðvar náms- og starfsráðgjafar er kynntur bæklingur sem gefinn hefur verið út á ensku um náms- og starfsráðgjöf á Íslandi. 

Bæklingurinn er fyrst og fremst ætlaður erlendum náms- og starfsráðgjöfum en einnig getur hann nýst íslenskum náms- og starfsráðgjöfum til kynningar á fagi sínu erlendis. Bæklinginn fá finna hér

Þeim Helgu Helgadóttur, Fjólu Maríu Lárusdóttur, Hrafnhildi Tómasdóttur og Kristjönu Stellu Blöndal er þakkað kærlega fyrir yfirlestur og góðar ábendingar.

 

Þriðjudagur, 9. febrúar 2016 - 15:15