Allt að gerast á heimasíðunni

Heimasíða FNS hefur undanfarið tekið töluverðum breytingum. Unnið hefur verið að því að setja inn efni sem tengist félaginu og enn er unnið að endurbótum. Þeir félagsmenn sem luma á áhugaverðu efni eða hugmyndum sem gaman væri að birta á síðunni eru beðnir um að koma ábendingum þar um til vefstjóra FNS á netfangið vefstjori@fns.is 

Á viðburðadagatali síðunnar er að finna hina ýmsu viðburði eins og upplýsingar um opin hús framhaldsskólanna, dagskrá fræðslunefndar FNS og fleira. Ábendingar um viðburði er best að senda á netfangið vefstjori@fns.is 

Miðvikudagur, 3. febrúar 2016 - 19:15