Aðalfundurinn apríl 2013

Aðalfundur Félags náms-og starfsráðgjafa var haldinn 23.apríl 2013 í húsi Mímis símenntunar. Öldugötu 23.

Fundarstjóri var Elísabet Vala Guðmundsdóttir FB.  Á fundinn mættu 25 náms-og starfsráðgjafar.

Dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf.  Björg Kristjánsdóttir formaður FNS fór yfir ársskýrslu stjórnar.  Ágústa Björnsdóttir gjaldkeri kynnti ársreikning FNS og um hann sköpuðust nokkrar umræður.  Árgjald  FNS hefur verið  3000 krónur í  þó nokkur ár og bar Ágústa fram tillögu um hækkun árgjaldsins í 4500 og var það samþykkt einróma  á fundinum.

Fundarstjóri  bar fram tillögur um nokkrar lagabreytingar. Flestar voru þær tilkomnar vegna lögverndunarinnar.  Nokkrar umræður sköpuðust  um þær,  breytingar lagðar fram og þær samþykktar.

Björg kynnti nýjan formann Helgu Helgadóttur, Hraunvallaskóla og bauð hana velkomna í starf formanns FNS  og afhenti  henni blómvönd.  Þeir sem voru að hverfa úr stjórn og fræðslunefnd fengu og afhentan blómvönd.

Að lokum mælti fyrrverandi formaður nokkur orð og síðan var boðið upp á glæsilegar veitingar. 

Föstudagur, 26. apríl 2013 - 10:15