Aðalfundur FNS

Aðalfundur FNS var haldinn 29. apríl sl. í húsnæði Mímis á Öldugötu. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var kynning á stöðu stéttarfélagsmála sem Helga Tryggvadóttir sá um auk þess sem fundurinn samþykkti ályktun er varðar stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf sem send verður á ráðuneyti og fjölmiðla á næstu dögum. Að fundi loknum var blásið til vorfagnaðar. 

Fundargerð fundarins er komin á heimasíðuna. Hana ásamt ársskýrslu félagsins má finna undir flipanum Um félagið. Þar er einnig að finna upplýsingar um nýja stjórn og nefndir. 

Stjórn FNS vill þakka öllum þeim einstaklingum sem starfað hafa í stjón og nefndum á vegum félagsins fyrir vel unnin störf og væntir mikils af þeim sem tekið hafa við keflinu. 

Á myndinni er stjórn FNS 2016-2017. Frá vinstri: Margrét Arnardóttir, Hegla Tryggvadóttir, Ingibjörg Kristinsdóttir, Unnur Símonarsdóttir, Soffía Valdimarsdóttir og Þuríður Ósk Sigurjónsdóttir. Á myndina vantar Kristínu Birnu Jónasdóttur

sunnudagur, 1. maí 2016 - 8:45