
Stjórn FNS hefur fundað vegna þess ástands sem komið er upp í okkar samfélagi sem og um allan heim vegna Covid 19 veirunnar.
Sem fagfólk á okkar sviði erum við í framvarðarsveit þegar kemur að því að styðja við nemendur á þessum óvissutímum.
Við viljum benda á netfang okkar fns@fns.is ef þið hafið ábendingar um þjónustu sem gæti hentað skjólstæðingum okkar eða annað sem við getum aðstoðað með.
Hér eru nokkrar krækjur á síður sem gætu nýst til ráðgjafar með ráðþegum.
Nám og störf, fræðsluvefur um störf og námstækifæri í iðngreinum á Íslandi
Næsta skref, upplýsingavefur um nám, störf, raunfærnimat og ráðgjöf
Listi yfir alla framhaldsskóla á landinu
Fjarráðgjöf í framhaldsskólum, verkefnakista & hugmyndabanki - þessi síða er í vinnslu Sigríðar Ástu Hauksdóttur náms- og starfsráðgjafa, allar ábendingar vel þegnar á sigga@mtr.is
Fjarráðgjöf í námsráðgjafa í grunnskólum, eitt og annað gagnlegt fyrir 10. bekkinga. Síðan er í vinnslu og allar ábendingar vel þegnar á systasigur@gmail.com
Áttavitinn er upplýsingagátt miðuð að ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.
Mentimeter er skemmtilegt forrit til að gera kannanir og glærur
Zoom er fjarfundabúnaður sem FNS nýtir til fjarfunda, auðvelt og þægilegt forrit.