Uppskeruhátíð meistaranema 7. okt - dagskrá

Uppskeruhátíð meistaranema í náms- og starfsráðgjöf 7. október 2013
Uppskeruhátíðin er haldin á vegum námsbrautar í náms– og starfsráðgjöf við Félags– og mannvísindadeild HÍ og Félags náms– og starfsráðgjafa (FNS) og verður haldin mánudaginn 7. október. Á uppskeruhátíðinni kynna meistaranemar og nýútskrifaðir náms– og starfsráðgjafar niðurstöður lokaritgerða sinna.
Rannsóknir nemenda og kennara við námsbrautina leika lykilhlutverk í eflingu þekkingargrunns greinarinnar og styrkja náms– og starfsráðgjafa í faglegu starfi. Nýbakaðir meistarar leggja þar að auki íslensku samfélagi lið með rannsóknum sínum og aukinni þekkingu á þörfum fólks og því sem gagnast best við náms– og starfsráðgjöf. Uppskeruhátíðin er því tilvalin fyrir starfandi og verðandi náms– og starfsráðgjafa, sem og aðra áhugasama til að kynna sér nýjustu rannsóknir á sviðinu og auka þannig við sína eigin þekkingu.
Uppskeruhátíðin verður haldin í Stakkahlíð, stofa Hamar 209 frá 12:00-1600.
 
Dagskráin er sem hér segir:
 
12:00 - Setning
Helga Helgadóttir, formaður Félags náms- og starfsráðgjafa býður gesti velkomna
Fundarstjórn er í höndum Kristjönu Stellu Blöndal, formanns námsbrautar
 
12:20-13:10
Malla Rós Valgerðarsdóttir Skuldbinding nemenda til náms og skóla. Tengsl við trú á eigin getu, ánægju með námsbrautarval og þátttöku foreldra 
 
Inga Berg Gísladóttir Afburðaárangur í námi: Tengsl við skuldbindingu framhaldsskólanema til náms og skóla, þörf fyrir námsráðgjöf, þátttöku í skipulögðum áhugamálum og uppeldisaðferðir foreldra.
 
13:10-14:00 

Ragnhildur Ísleifs Ólafsdóttir  „Ef ég hefði engan áhuga á náms- og starfsfræðslu þá mundi ekkert gerast.“ Stefnumótun í ráðgjöf vegna náms- og starfsvals ungs fólks á Akranesi.

 
Ingibjörg Hanna Björnsdóttir  ,,Ævintýraleit, þetta er bara ein stór ævintýraleit.“ Náms- og starfsferill ungs fólks með óstarfstengt háskólanám að baki.
 
14:00  Kaffihlé
 
14:20-15:30
 
Anna Sigríður Einarsdóttir  Árangur náms- og starfsendurhæfingar: Tengsl við trú á eigin getu til nám- og starfsákvörðunartöku
 
Bjarney Sif Ægisdóttir  Tengsl óákveðni í námsvali við skuldbindingu nemenda til náms og skóla.
 
Agnes Braga Bergsdóttir ,,Þegar ég kláraði grunnskólann fannst mér bara ekki nógu fínt að fara beint í verknám.“ Að skipta úr bóknámi yfir í starfsnám.
Þriðjudagur, 1. október 2013 - 15:15