Samþætting menntunar og atvinnu

Út er komin afar áhugaverð skýrsla um samþættingu mennta- og atvinnumála. Starfshópurinn sem skýrsluna vann var skipaður fulltrúum úr skólasamfélaginu, ráðuneytum og samtökum atvinnurekenda og launamanna.

Í skipunarbréfi starfshópsins kemur fram að hlutverk hans sé að móta aðgerðaráætlun sem þættir saman áherslur í mennta- og atvinnustefnu stjórnvalda með tilliti til menntunarþarfar atvinnulífsins. Tilgangurinn er m.a. að auka vægi starfsnáms í íslensku menntakerfi og þróa nýjar fjölbreyttar námsleiðir.

Skýrsluna, ásamt stuttri umfjöllun um helstu atriði hennar, má finna hér.

Mánudagur, 26. nóvember 2012 - 10:30