Norrænt samstarf

NFSY stendur fyrir Nordiska förbundet för studie- och yrkesvägledning og eiga félög náms- og starfsráðgjafa á öllum Norðurlöndum fulltrúa í félaginu. Fulltrúar félaganna mynda stjórn sem hittist tvisvar á ári. Megin markmið NFSY er að styrkja og standa vörð um náms- og starfsráðgjöf á Norðurlöndunum, að koma á tengslum og samstarfi fagfélaga í náms- og starfsráðgjöf og að koma fram fyrir hönd Norðurlandanna í alþjóðlegu samhengi innan IAEVG.

Heimasíða NFSY

Ársskýrslur aðildarlandanna 2015