Norrænn fundur náms- og starfsráðgjafa

Norðmenn sem hafa haldið um stjórnvölinn á norrænu samtökunum undanfarin 2 ár héldu haustfund okkar suður í Frakklandi í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu náms- og starfsráðgjafa sem haldin var í Montpellier.

Fulltrúar frá hverju landi mættu á fundinn. Við vorum eftirtalin:

Danmörk:    Janni Rosendahl og Morten Bjerregård

Svíþjóð:        Lena Dahlgren og Jessica Tarland

Ísland:           Ketill G. Jósefsson

Noregur:      Ingunn Sandem Bro og Marianne Thorvaldsen

Finnar boðuðu forföll en þeir munu taka við stjórnartaumnum af Norðmönnum næsta vor árið 2014.

Engir fulltrúar voru viðstaddir frá Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi.

Dagskrá fundar.

1.     Norræn samvinna. Hvers óskum við? Hverju fáum við áorkað?

2.     Næsti fundur

3.     Líklegt til umræðu á næsta fundi.

 

1.     Varðandi norræna samvinnu þá langar okkur að miðla hvort öðru af reynslu okkar starfi bæði í skóla og á vinnumarkaði. Hver er staða okkar og kröfur til okkar í samfélaginu og fleira ? Treysta og styrkja okkar félagslega samband og samstarf.

Þegar um landsfundi, ráðstefnur eða stóra fundi er að ræða á vegum okkar félags í hverju landi fyrir sig, þá að bjóða norrænum fulltrúum að koma og vera með (á kostnað þeirra eigin félaga). Fá send eintök af þeim fagblöðum sem eru gefin út annars að skoða heimasíður og fylgjast með því sem um er að vera. Mikilvægt að koma öllum mikilvægum upplýsingum til skila á norrænu heimasíðuna sem er: http://www.nfsy.org

2.     Mats sem er úr hópi fulltrúa frá Svíþjóð var nýlega í Færeyjum þar sem hann ræddi við  færeysku fulltrúana um frekari möguleika á að hittast í einhverju þeirra landa sem á hvað erfiðast með að komast á norrænan fund vegna báglegs, fjárhagslegs ástands. Þetta á m.a. við okkur hér á Íslandi, félaga okkar á Álandseyjum, í Færeyjum og á Grænlandi. Við tókum þessa umræðu á haustfundinum og niðurstaðan var þessi:

a)     Halda næsta fund í Færeyjum þar sem Finnar munu taka við stjórnartaumnum af Norðmönnum.

b)    Ef ekki er möguleiki á að halda fundinn í Færeyjum, þá að halda hann í Kaupmannahöfn sem er nokkuð miðsvæðis fyrir flesta þátttakendur.

c)     Morten, annar dönsku fulltrúana lagði til að opna aðgang á netinu fyrir fjarfund þannig að þau ríki sem eiga erfiðara með þátttöku, fái tækifæri og  eigi möguleika  á að fylgjast með og leggja eitthvað til málanna.

 

3.     Á næsta fundi er lagt til að hvert land fái a.m.k. 15 mínútur til umfjöllunar um náms- og starfsráðgjöf í sínu landi, menntun náms- og starfsráðgjafa og fleira. Höfum gert þetta áður með góðum árangri og viljum halda því áfram.

Dönsku fulltrúarnir ásamt þeim íslenska lögðu til að halda norræna ráðstefnu náms- og starfsráðgjafa um atvinnumál svo eitthvað sé nefnt. T.d. flæði fólks yfir landamærin til þess að vinna en fara síðan aftur tilbaka heim þegar vinnu er lokið. Þetta gerist daglega víðsvegar á Norðurlöndum (dæmi: Kaupmannahöfn / Málmey, Torneå / Haparanda og fl.) . Íslendingar hafa líka leitað yfir til Noregs í atvinnuleit og fara jafnvel á milli með vissu millibili eða hreinlega flytjast búferlum.

Þetta var aðeins ein uppástunga af mörgum og ég bið ykkur kollega mína um að velta þessu fyrir ykkur og senda mér fleiri uppástungur sem ykkur þykja áhugaverðar á netfangið: ketill.josefsson@vmst.is

Við erum að þreifa fyrir okkur og ef vel gengur langar okkur að stefna að þessu á árinu 2015 með von um að norræna ráðherranefndin og fleiri aðilar geti veitt  okkur fjárhagslegan stuðning.

Með kveðju,

Ketill G. Jósefsson

Náms- og starfsráðgjafi hjá Vinnumálastofnun höfuðborgarsvæðis

Fimmtudagur, 9. janúar 2014 - 16:00