Heimsókn í Flugskóla Íslands

Á fjórða tug félagsmanna mætti í áhugaverða og fræðandi heimsókn í Flugskóla Íslands sem rekinn er í samstarfi við Tækniskólann.  Hulda Birna, Hildur og Reynir kynntu þar allt sem máli skiptir í tengslum við flugnám og sköpuðust líflegar umræður um nám og starf allra þeirra sem sjá um að við komumst heilu höldnu yfir hafið og heim aftur.  Hildur flugnemi  lýsti meðal annars fyrsta flugtímanum  svo að hann væri ekkert ólíkur fyrsta ökutímanum, bara sinnum tuttugu!

Sérstaka ánægju vakti  þegar ráðgjafar fengu að prófa rennibraut við neyðarútgang og  renndu sér þar niður með sannfærandi óhljóðum.  Að loknu spjalli og góðum veitingum  hélt hver ráðgjafi til síns heima öllu fróðari um veröld flugsins.  Enn ein rósin í hnappagat fræðslunefndar félagsins. Takk!

Fimmtudagur, 20. febrúar 2014 - 12:00