Heimsókn í Álverið Straumsvík

Dágóður hópur, eða um 30 náms- og starfsráðgjafar, þáðu heimboð Rio Tinto Alcan í Straumsvík  26. nóvember. Harpa Björg Guðfinnsdóttir leiðtogi fræðslumála tók  á móti  félagsmönnum og fjallaði  um  fræðslumál  innan fyrirtækisins, starfsmannahald, ráðningar, markmiðssetningar og  önnur verkefni fræðslusviðs þ.m.t. fóstrakerfi fyrir nýliða. Sérstakan áhuga vakti Stóriðjuskólinn sem er greinilega rekinn af hvoru tveggja, miklum dugnaði og metnaði.

Frábær heimsókn og vel til fundið hjá fræðslunefnd félagsins. Meira af slíku!

Fimmtudagur, 26. september 2013 - 15:30