Heimasíðan uppfærð

Þá er heimasíða félagsins aftur komin í loftið eftir tímabæra uppfærslu. Enn er verið að endurskoða og laga til ýmislegt efni síðunnar en rétt að benda á nýjungar á borð við Félagsmaður í fókus og tengingu við Fésbókarsíðu félagsins auk þess sem lokaritgerðir meistaranema og fundargerðir stjórnar eru nú aðgengilegar. Allar ábendingar um efni og efnistök eru afar vel þegnar.

Í vetur verður áhersla lögð á að halda félagsmönnum vel upplýstum um það sem á döfinni er ásamt reglulegum fréttum af starfsemi félagsins og félagsmönnum.

Miðvikudagur, 5. febrúar 2014 - 16:00