Fagfundur grunnskólaráðgjafa

Þriðjudaginn 17. febrúar boðaði fagráð grunnskólaráðgjafa til fræðslu- og spjallfundar í Valhúsaskóla. Á fundinum kynnti Helga Tryggvadóttir verkefni sem tengist stefnumótun í náms- og starfsráðgjöf með áherslu á náms- og starfsfræðslu.                            

Þá kynnti Olga Sveinbjörnsdóttir áætlun í náms- og starfsfræðslu sem unnið er eftir í Vallaskóla á Selfossi. Að lokum var fundargestum skipt í umræðuhópa þar sem tekin voru fyrir atriði sem snúa að fyrirkomulagi náms- og starfsfræðslu í grunnskólum og hvað gera þurfi til að hún öðlist þann sess sem æskilegt væri. Efni fundarins ásamt niðurstöðum úr umræðum verður sent til stjórnar FNS.

Hægt var að taka þátt í fundinum á Skype.  Móttökurnar og aðstaðan í Valhúsaskóla voru til mikillar fyrirmyndar og viljum við sérstaklega þakka fyrir það.

Fagráð Grunnskólaráðgjafa,

Guðrún Thorsteinsson, Helga Tryggvadóttir og Olga Sveinbjörnsdóttir. 

Fimmtudagur, 19. febrúar 2015 - 12:30