Dagur náms- og starfsráðgjafar 1. nóvember 2013

Dagur náms- og starfsráðgjafar verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 1. nóvember í veislusal Kaplakrika í Hafnarfirði.

Áhersla þetta árið er á verk-, iðn- og listgreinar og ber dagurinn yfirskriftina „ Að efla hug og hönd“.

Dagurinn hefst með skráningu og morgunverði klukkan 8:30.

Skráning fer fram hér og biðjum við þig að skrá nafn og vinnustað fyrir 29. október nk.

Þátttökugjald er 3.000 krónur sem hægt er að greiða við innganginn með peningum eða korti. Ef vinnuveitandi greiðir þá þarf að gefa upp nafn greiðanda, kennitölu og heimilisfang og senda tölvupóst á elisabetp@kopavogur.is

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Bestu kveðjur, Fræðslunefnd FNS

Föstudagur, 18. október 2013 - 15:00